Samanburður ekki Íslandi í hag

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair fluttu erindi á Viðskiptaþingi mbl.is/Ómar Óskarsson

Þor­steinn Már Bald­urs­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir ekki hægt að líkja sam­an því viðhorfi sem ís­lenskt at­vinnu­líf mæt­ir frá ís­lensk­um stjórn­völd­um og því sem norskt at­vinnu­líf mæt­ir frá þarlend­um stjórn­völd­um. Seg­ir hann sam­an­b­urðinn ekki Íslandi í hag.

Að sögn Þor­steins leggja Norðmenn mikla áherslu á markaðsstarf og norsk stjórn­völd reki víða markaðsskrif­stof­ur þar sem áhersla er lögð á að kynna norsk­an fisk. Hér sé staðan allt önn­ur. Tók Þor­steinn Már dæmi af því þegar norsk­ur ráðherra fór með yfir 100 manns með sér til Afr­íku að kynna sjáv­ar­út­veg Norðmanna þar. Hann seg­ir að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs eigi í mikl­um sam­skipt­um við at­vinnu­lífið, meðal ann­ars með fund­um með versl­un­ar­keðjum, bönk­um og svo lengi mætti telja. Stjórn­sýsl­an í Nor­egi sé mun ein­fald­ari en hér þar sem stefnu­leysi rík­ir í mál­efn­um sjáv­ar­út­vegs­ins á Íslandi.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs skammist sín ekki fyr­ir að láta sjá sig með at­vinnu­líf­inu og hik­ar ekki við að leita aðstoðar hjá at­vinnu­líf­inu hvað varðar breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu ofl., seg­ir Þor­steinn Már. Hann sagðist hins veg­ar ekki ætla að fara yfir stöðuna á Íslandi í er­indi sínu, hana þekki all­ir.

Þor­steinn Már seg­ir að orðfærið sem notað er um þá sem starfa í sjáv­ar­út­vegi  af ís­lensk­um stjórn­völd­um sé slíkt að hann vilji ekki hafa það eft­ir.

Í lok ræðu sinn­ar sýndi Þor­steinn Már mynd­skeið þar sem for­sæt­is­rá­herra Nor­egs, Jens Stolten­berg, ávarpaði viðskiptaþing þar í landi. Þar sem hann þakkaði fyr­ir þann heiður sem hon­um væri sýnd­ur með að fá að vera með þeim.

Viðskiptaráð á Íslandi bauð for­sæt­is­ráðherra Íslands, Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, að ávarpa Viðskiptaþingið í dag en hún hafði ekki tök á því.

Þor­steinn Már fór yfir fær­eysku leiðina og þá ís­lensku í er­indi sínu og nefndi fær­eyskt skip til sög­unn­ar sem hafi aldrei komið til hafn­ar í Fær­eyj­um og meiri­hluti áhafn­ar­inn­ar hafi verið út­lend­ing­ar.

Hann seg­ir ekk­ert vanda­mál að fara fær­eysku leiðina sem þýði lít­inn arð fyr­ir þjóðarbúið en það sé ekki það sem hann vilji gera ólíkt því sem sum­ir hafi lagt til og nefndi þar Magnús Orra Schram, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, til sög­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK