Norskur efnahagur góður

Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Norðmenn eru um þess­ar mund­ir mjög vongóðir þegar kem­ur að efna­hags- og hag­vaxt­ar­spám þar í landi en norsk­ir miðlar greina m.a. frá því að bú­ist er við áfram­hald­andi lág­um stýri­vöxt­um út þetta ár. Reiknað er með að vext­ir íbúðalána verði 5,5% við árs­lok 2015.

Í des­em­ber í fyrra lækkaði Seðlabanki Nor­egs stýri­vexti sína um 0,5 pró­sent­ur í 1,75% en með því vildi bank­inn einkum draga úr áhrif­um niður­sveifl­unn­ar í heim­in­um.

Norski ol­íuiðnaður­inn hef­ur reynst Norðmönn­um vel und­an­farið og í ár er bú­ist við enn auk­inni fjár­fest­ingu frá því í fyrra. Þá mæld­ist aukn­ing­in vera 11%. Ekki er talið lík­legt að eft­ir­spurn fjár­festa í ol­íuiðnaðinum norska fari minnk­andi á næstu árum. 

Svo gæti farið að aukn­ing verði í at­vinnu­leysi en í lok janú­ar­mánaðar voru rúm­lega 71 þúsund manns án at­vinnu í Nor­egi og mæld­ist það vera eitt það minnsta í Evr­ópu. Ástæðan er m.a. rak­in til mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar á vinnu­markaði en vert er að geta þess að bú­ist er við því að vinnu­markaður­inn fari jafn­framt stækk­andi svo ekki er víst að at­vinnu­leysi muni aukast veru­lega.

Einnig má gera ráð fyr­ir 3,6% hækk­un launa á al­menn­um vinnu­markaði í ár, sam­an­borið við 4,3% hækk­un í fyrra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK