Salan á Iceland bætir stöðu almennra kröfuhafa

Iceland Foods
Iceland Foods

Samningar sem tekist hafa við Malcolm Walker um að hann kaupi 77% hlut Landsbankans og Glitni í matvörukeðjunni Iceland Foods bætir hag almennra kröfuhafa í bönkunum.

Breska blaðið Telegraph segir að Walker ætli að kaupa hlutinn á tæplega 300 milljarða króna.

Gamli Landsbankinn á 67% hlut í Iceland Foods og Glitnir 10%. Lengi vel leit út fyrir að almennir kröfuhafar í Landsbankanum fengju ekkert upp í kröfur því að allar eignir færu í að greiða forgangskröfur.  Forgangskröfur nema 1.319 milljörðum króna. Endurheimtur eigna hafa batnað og í nýjasta mati skilanefndar eru eignirnar metnar á 1.353 milljarða. Það þýðir að almennir kröfuhafar fá 4% upp í kröfur.

Takist slitastjórn bankans að fá 10 milljörðum króna meira út úr sölunni á Iceland Foods en reiknað var með í áætlun bankans bætir það hag almennra kröfuhafa. Þeir geta þá átt von á að fá rúmlega 5% upp í kröfur.

Iceland Foods, Landsbanki Íslands hf. og Glitnir hf. hafa gert samkomulag við fyrirtæki í eigu yfirstjórnenda Iceland Foods, að meðtöldum forstjóranum Malcolm Walker, um
sölu á hlutafjáreign bankanna í Iceland Foods.

Búist er við að skrifað verði undir kaupsamning á næstunni og munu bankarnir gefa út tilkynningar um framgang mála. Framangreint samkomulag er í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Landsbanka Íslands hf. um söluferli á hlut bankans í Iceland Foods með það að markmiði að hámarka virði eignarhlutans í félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka