Landsbanki Íslands hf. og Glitnir hf. hafa gert samkomulag við fyrirtæki í eigu
yfirstjórnenda Iceland Foods, að meðtöldum forstjóranum Malcolm Walker, um
sölu á hlutafjáreign bankanna í Iceland Foods.
Búist er við að skrifað verði undir kaupsamning á næstunni og munu bankarnir gefa út tilkynningar um framgang mála. Framangreint samkomulag er í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Landsbanka Íslands hf. um söluferli á hlut bankans í Iceland Foods með það að
markmiði að hámarka virði eignarhlutans í félaginu.
Fram kom á vef Telegraph í gærkvöldi að Walker hefði boðið 1,5 milljarð punda í Iceland sem er það verð sem vonast var til að fá fyrir keðjuna.