Walker bauð 300 milljarða

Af vef Iceland Food

Stofnandi Iceland Food, Malcolm Walker, er sagður hafa lagt fram tilboð í hlut íslensku bankanna í matvörukeðjunni upp á 1,55 milljarða punda eða tæplega 300 milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt í breska blaðinu Telepraph í dag.

Áður hefur komið fram í fréttum að fjárfestingasjóðirnir Bain og BC Partners hafa skilað inn tilboði í Iceland.

Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis eru að selja samtals 77% hlut bankanna í Iceland. Bankarnir hafa vonast eftir tilboðum, sem fela það í sér að fyrirtækið sé allt að minnsta kosti 1,5 milljarða punda eða 292 milljarða króna, virði.

Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland, og fleiri stjórnendur fyrirtækisins eiga samtals 23% hlut í Iceland.  Samkvæmt hluthafasamkomulagi á Walker forkaupsrétt í Iceland og hefur 42 daga frest til að jafna tilboðið sem tekið er.

Fram kemur í frétt Telegraph að íslensku bankarnir hafi boðið Walker 250 milljón punda lán ef hann er tilbúinn til að leggja fram hærra tilboð. Deutsche Bank ætli einnig að taka þátt í að fjármagna kaupin.

Malcolm Walker, stofnandi bresku verslanakeðjunnar Iceland.
Malcolm Walker, stofnandi bresku verslanakeðjunnar Iceland. Ljósmynd/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK