Gæti lækkað lán fólks verulega

Um verulegar upphæðir til lækkunar lána er að ræða.
Um verulegar upphæðir til lækkunar lána er að ræða. mbl.is/Golli

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar hinn 15. fe­brú­ar 2012 í máli Sig­urðar Hreins Sig­urðsson­ar og Mariu El­viru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­an­um mun hafa víðtæk áhrif ef hann verður tal­inn for­dæm­is­gef­andi fyr­ir svipuð mál.

Í Vís­bend­ingu, sem er und­ir rit­stjórn Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar, seg­ir að erfitt sé að segja til um hver áhrif dóms­ins verði á ein­stök lán. Þar skipti miklu hvenær lán­in voru tek­in og hve mikið hafi verið greitt af þeim.

En sam­kvæmt út­reikn­ing­um Vís­bend­ing­ar ættu lán sem tek­in voru í upp­hafi árs 2005 og greitt var af sam­kvæmt skil­mál­um að lækka um allt að 30% frá fyrri út­reikn­ing­um bank­anna. Frá 2006 væri tal­an svipuð en lán sem tekið var í upp­hafi árs 2007 ætti að lækka um 23% og lán frá upp­hafi árs 2008 um 13%.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar í gær virðist hafa komið mörg­um á óvart og vilja fæst­ir í fjár­mála­geir­an­um láta nokkuð hafa eft­ir sér um málið á meðan lög­fræðing­ar fara yfir það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka