Borið saman við þriðja ársfjórðung síðasta árs dróst landsframleiðsla á evrusvæðinu sem og Evrópusambandinu í heild saman um 0,3% á fjórða ársfjórðungi ársins samkvæmt tölum frá hagstofu sambandsins, Eurostat.
Þetta kom fram í tilkynningu frá Eurostat og ennfremur að samdrátturinn í landsframleiðslu sýndi að Evrópusambandið væri ekki enn búið að ná tökum á efnahagskreppunni sem geisað hefur innan þess.
Fjallað er um þetta á fréttavefnum Euobserver.com í dag.