Jafnt kynjahlutfall í stjórn Nýherja

Stjórn Nýherja (f.v.): Guðmundur Jóh. Jónsson, Helga Árnadóttir, Benedikt Jóhannesson, …
Stjórn Nýherja (f.v.): Guðmundur Jóh. Jónsson, Helga Árnadóttir, Benedikt Jóhannesson, Marta Kristín Lárusdóttir og Árni Vilhjálmsson. Á myndina vantar Hildi Dungal.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur, var kjörin nýr varamaður í stjórn Nýherja á aðalfundi félagsins.

Helga er þriðja konan sem kemur að stjórnarsetu hjá Nýherja. Hildur Dungal lögfræðingur og Marta Kristín Lárusdóttir, lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, sitja í aðalstjórn félagsins ásamt Árna Vilhjálmssyni, Benedikt Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Talnakönnunar, og Guðmundur Jóh. Jónssyni, framkvæmdastjóra Varðar. Aðalstjórn Nýherja var sjálfkjörin á aðalfundi félagsins, sem fram fór á föstudag.

Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar Nýherja, sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að í þetta sinn hefðu þrír karlmenn og þrjár konur verið í framboði til stjórnar og varamanns í stjórn. Hann sagði að nú væri hlutur kynjanna jafn og það væri skemmtileg tilviljun, því að sjálfsögðu væru stjórnarmenn valdir eftir þekkingu, reynslu og hæfileikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK