Íslenskir lífeyrissjóðir með verstu ávöxtun innan OECD

mbl.is/Helgi Bjarnason

Ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða var umtalsvert verri á árunum 2008-2010 en annarra lífeyrissjóða í OECD. Á þessu árabili skiluðu íslenskir lífeyrissjóðir 8,4% neikvæðri ávöxtun, en lífeyrissjóðir í OECD skiluðu að meðaltali 1,4% neikvæðri ávöxtun.

Samtök atvinnulífsins fjalla í fréttabréfi sínu um ávöxtun lífeyrissjóða innan OECD. Þar kemur fram að raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða var -22,9% árið 2008 samanborið við -23,0% í OECD-ríkjunum, sem er vegið meðaltal þeirra 23 OECD-ríkja þar sem eignir lífeyrissjóða nema a.m.k. 4% af landsframleiðslu.

Í nýjustu skýrslu OECD um lífeyrissjóðina kemur fram að ávöxtun sjóðanna hefur batnað frá því áfalli sem þeir urðu fyrir árið 2008. Ávöxtunin á árunum 2009 og 2010 var best í Hollandi, Nýja-Sjálandi, Síle og Finnlandi.  Á botninum yfir ávöxtun lífeyrissjóða þessi ár eru Spánn, Ísland, Portúgal og Grikkland.

Í töflu yfir raunávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2008-2010 er Ísland neðst með -8,4% raunávöxtun. Næst kemur Eistland með -7,7% raunávöxtun. Vegið meðaltal innan OECD er -1,4%. Raunávöxtun lífeyrissjóða í Danmörku á þessu tímabili er 4,3% og 3,3% í Þýskalandi.

Lífeyrissjóðum á Íslandi hefur frá hruni verið bannað að fjárfesta erlendis. Þeir hafa því ekki haft tækifæri til að nýta sér kauptækifæri erlendis eins og lífeyrissjóðir annarra landa. Þetta sést m.a. af ávöxtun norska olíusjóðsins. Ávöxtun norska sjóðsins var neikvæð um 23% árið 2008 en það snérist við á árinu 2009 í takt við þróun hlutabréfamarkaða þegar hún var jákvæð um 26%.

Skýrsla OECD um lífeyrissjóðina

Frétt SA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka