Ný efnahagslægð á leiðinni

Olli Rehn.
Olli Rehn. REUTERS

Skuldakreppan á evru-svæðinu mun draga svæðið niður í nýja efnahagslægð í ár, líkt og lengi hefur verið spáð. Flest nágrannaríkin, sem ekki eru með evruna, munu fara sömu leið, samkvæmt nýrri spá Evrópusambandsins.

Einungis nokkrum dögum eftir að samþykkt var að veita Grikkjum neyðaraðstoð að verðmæti 237 milljarða evra birti ESB nýja hagspá fyrir evru-svæðið árið 2012. Samkvæmt henni mun verg landsframleiðsla dragast saman um 0,3% á evru-svæðinu í ár. Í spá ESB frá því í nóvember var gert ráð fyrir 0,5% hagvexti á evru-svæðinu í ár. Viðsnúningurinn er því mikill á einungis nokkrum mánuðum.

Segir í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB að óvænt ágjöf á síðari hluta ársins 2011 þýði að efnahagsbatinn láti enn bíða eftir sér og útlit sé fyrir að fyrstu sex mánuði ársins í ár verð samdráttur í hagkerfi evru-svæðisins. Tekið er hins vegar fram að lægðin verði ekki djúp að þessu sinni og útlit sé fyrir að ekki sé langt í stöðugleika á ný.

Þrjú ár eru liðin frá því fasteignalánamarkaðurinn í Bandaríkjunum hrundi og fylgdi djúp efnahagslægð í kjölfarið víðast hvar í heiminum. 

Þegar Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, kynnti spána í dag sagði hann að útlit væri fyrir að hagvöxturinn í heiminum yrði 4,3% í ár. Hann viðurkennir að það eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum hvort efnahagsbatinn sem von er á síðar á árinu eigi við rök að styðjast. Þar skipti miklu hvaða stefnu ríkisstjórnir muni taka á næstunni.

Rehn segir að útlit sé fyrir að verðbólga eigi eftir að aukast í þeim sautján ríkjum sem eru innan evru-svæðisins og fari í 2,1%. Helsta skýringin á aukinni verðbólgu er hækkun orkukostnaðar og hækkun óbeinna skatta.

ESB spáir því að samdrátturinn verði 4,4% í Grikklandi í ár en þetta er fimmta árið í röð þar sem samdráttur mælist í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK