Verðbólgan 6,3%

Útsölur höfðu áhrif á verðbólguna í febrúar
Útsölur höfðu áhrif á verðbólguna í febrúar mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í fe­brú­ar hækkaði um 1,01% frá fyrra mánuði. Verðbólga mæld á tólf mánaða tíma­bili er 6,3% og er það í takt við vænt­ing­ar grein­ing­ar­deilda. Í síðasta mánuði mæld­ist verðbólg­an 6,5% en vísi­tala neyslu­verðs lækkaði um 1,2% í fe­brú­ar í fyrra og það skýr­ir hvers vegna verðbólg­an minnk­ar þrátt fyr­ir hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs á milli janú­ar og fe­brú­ar nú. Í janú­ar hafði verðbólga ekki mælst jafn mik­il á Íslandi í 20 mánuði.

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 1,42% frá janú­ar, sam­kvæmt frétt Hag­stofu Íslands.

Útsölu­lok auka verðbólgu

Vetr­ar­út­söl­um er víða að ljúka og hækkaði verð á föt­um og skóm um 5,3% (vísi­tölu­áhrif 0,28%) og á hús­gögn­um, heim­il­is­búnaði o.fl. um 3,2% (0,20%). Verð á bens­íni og díselol­íu hækkaði um 3,0% (0,18%) og flug­far­gjöld til út­landa hækkuðu um 17,0% (0,16%).

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 6,3% og vísi­tal­an án hús­næðis um 6,0%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 1,7% sem jafn­gild­ir 6,8% verðbólgu á ári (7,6% verðbólgu fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Grein­ing­ar­deild­ir höfðu spáð því að vísi­tala neyslu­verðs myndi hækka um 0,9-1,1% á milli mánaða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK