Viðvörun til erlendra fjárfesta

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Mynd Pétur Geir Kristjánsson

Ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins að segja forstjóra FME, Gunnari Andersen, upp störfum er viðvörun til erlendra fjárfesta um að stofnanir landsins eru enn brothættar, að því er fram kemur í grein sem birtist á vef tímaritsins Euromoney í dag.

Í greininni er fjallað um feril Gunnars, að hann hafi starfað hjá Landsbankanum en hætt þar löngu fyrir hrun bankans og hann hafi leikið stórt hlutverk í rannsókn á mörgum þeirra sem taldir eru bera ábyrgð á hruni bankanna.

Á þremur árum hafi FME sent 77 mál til embættis sérstaks saksóknara þar sem um 200 einstaklingar eru taldir hafa brotið af sér.

Peter Lee, sem skrifar greinina, segir meðal annars að Gunnar hafi kannski verið of kappsamur í starfi fyrir áhrifa mikla einstaklinga í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi.

Greinin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK