Eiga of mikla peninga

Apple er verðmætasta fyrirtæki heims.
Apple er verðmætasta fyrirtæki heims. AP

For­stjóri Apple, Tim Cook, seg­ist telja að Apple, sem er verðmæt­asta fyr­ir­tæki heims, eigi meiri pen­inga en það þurfi á að halda.

Hann standi nú frammi fyr­ir því að ákveða hvort breyta eigi þeirri reglu sem Steve Jobs, for­veri hans í starfi, hafði að greiða hlut­höf­um ekki arð. Hann íhugi nú hvort greiða eigi hlut­höf­um arð en Apple eigi 98 millj­arða Banda­ríkja­dala, 12.181 millj­arð króna, inni á banka­reikn­ing­um. 

Apple hætti að greiða hlut­höf­um arð árið 1995 þegar mik­il lægð var í rekstri þess og fyr­ir­tækið þurfti á hverju senti að halda. Staðan var jafn­vel svo slæm að árið 1997 þurfti Apple að leita til helsta keppi­naut­ar­ins, Microsoft, eft­ir fjár­magni, 150 millj­ón­um dala. Á svipuðum tíma var Jobs ráðinn í starf for­stjóra Apple, sem þykir ein besta ákvörðun sem fyr­ir­tækið hef­ur tekið í sögu þess. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK