Atvinnuleysi eykst á Ítalíu

Forsætisráðherra Mario Monti ætlar að kynna atvinnuátak síðar í mánuðinum.
Forsætisráðherra Mario Monti ætlar að kynna atvinnuátak síðar í mánuðinum. Reuters

Atvinnuleysi á Ítalíu mældist 9,2% í janúar en var 8,9% í desember 2011. Atvinnuleysi hefur aldrei áður mælst jafnmikið í landinu en mælingar á atvinnuleysi hófust árið 2004.

Atvinnuleitendur í landinu eru nú 2,3 milljónir og hefur fjölgað um 14,1% á tólf mánuðum.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 15-24 ára var 31,1% í janúar og hafði aukist lítillega frá desember. Mældist það mest í þessum hópi í nóvember í fyrra eða 31,2%.

Atvinnuleysi hefur stóraukist á Ítalíu frá síðasta sumri er samdráttarskeið, með tilheyrandi niðurskurði hins opinbera, hófst í landinu.

Ítalska ríkisstjórnin ætlar að kynna átak í atvinnumálum síðar í þessum mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK