Lántökukostnaður Portúgals heldur áfram að aukast þrátt fyrir að áætlun um lækkun skulda á síðasta ári hafi gengið eftir. Frá þessu er greint í þýska viðskiptablaðinu Financial Times Deutschland.
Fram kemur að greiningaraðilar spái því að skuldir portúgalska ríkisins eigi eftir að hækka á árinu 2012 samhliða samdrætti í byggingariðnaði landsins.
Stofnanir Evrópusambandsins gera ráð fyrir að skuldir Portúgals verði 118% af landsframleiðslu árið 2013 en Citibank telur að það stefni í að skuldirnar verði 150% árið 2015.