Hættum að fresta

00:00
00:00

Talið er að frest­un­ar­árátta hafi tvö meg­in­ein­kenni: Ann­ars veg­ar sterka til­hneig­ingu til að forðast að fram­kvæma eða tak­ast á við verk­efni. Seinna ein­kennið er talið vera samofið því fyrra, felst í sjálfs­blekk­ingu þar sem viðkom­andi tel­ur sjálf­um sér trú um að óhætt sé að bíða með fram­kvæmd­ina.

Af­sak­an­ir eins og „ég er ekki upp­lagður núna, ég geri þetta á morg­un" eru ekki óal­geng­ar. Að sjálf­sögðu verða sam­bæri­leg­ar af­sak­an­ir einnig í gangi á morg­un, næstu daga og vik­ur. Um víta­hring er að ræða.

Al­mennt er talið að frest­un­ar­árátta sé lærð hegðun og að hún mót­ist snemma á lífs­leiðinni og verði að vana. Í Al­kem­ist­an­um þessa vik­una ræðir Viðar Garðars­son um frest­un­ar­áráttu og hvað við get­um gert til þess að vinna gegn henni eða venja okk­ur af henni.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK