Talið er að frestunarárátta hafi tvö megineinkenni: Annars vegar sterka tilhneigingu til að forðast að framkvæma eða takast á við verkefni. Seinna einkennið er talið vera samofið því fyrra, felst í sjálfsblekkingu þar sem viðkomandi telur sjálfum sér trú um að óhætt sé að bíða með framkvæmdina.
Afsakanir eins og „ég er ekki upplagður núna, ég geri þetta á morgun" eru ekki óalgengar. Að sjálfsögðu verða sambærilegar afsakanir einnig í gangi á morgun, næstu daga og vikur. Um vítahring er að ræða.
Almennt er talið að frestunarárátta sé lærð hegðun og að hún mótist snemma á lífsleiðinni og verði að vana. Í Alkemistanum þessa vikuna ræðir Viðar Garðarsson um frestunaráráttu og hvað við getum gert til þess að vinna gegn henni eða venja okkur af henni.