Evran hefur veikst á gjaldeyrismörkuðum í Asíu í morgun þar sem fjárfestar óttast að Grikkjum takist ekki að ganga frá samkomulagi við fjármálafyrirtæki um niðurfærslu skulda.
Evran er nú skráð á 1,3195 Bandaríkjadali í Tókýó og 107,40 jen. Í gærkvöldi var evran skráð á 1,3218 dali og 107,76 jen í New York.
Gengi Bandaríkjadals hefur einnig lækkað gagnvart jeni og er skráður á 81,39 jen samanborið við 81,53 jen í gærkvöldi.