SS greiðir 2,15% uppbót á afurðaverð

Bændur frá uppbót fyrir afurðir sínar hjá SS.
Bændur frá uppbót fyrir afurðir sínar hjá SS. mbl.is/Árni Torfason

Stjórn Slát­ur­fé­lags Suður­lands, SS, hef­ur ákveðið að greiða bænd­um 2,15% upp­bót á afurðaverð allra kjöt­teg­unda fyr­ir árið 2011. Upp­bót­in verður greidd inn á banka­reikn­inga bænda 12. mars næst­kom­andi.

Stefna SS er að greiða sam­keppn­is­hæft afurðaverð hverju sinni og góð af­koma liðins árs ger­ir þessa upp­bót mögu­lega, seg­ir í frétt á vef Slát­ur­fé­lags­ins.

Hagnaður sam­stæðu Slát­ur­fé­lags Suður­lands á ár­inu 2011 var 1.179 millj­ón­ir króna sam­kvæmt rekst­ar­reikn­ingi. Árið áður var 186 millj­óna króna hagnaður. Eigið fé er 2.711 millj­ón­ir króna og eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæðunn­ar er 46%.

Tekj­ur árs­ins 2011 voru 8.451 millj­ón­ir króna en 7.602 millj­ón­ir króna árið 2010.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK