SS greiðir 2,15% uppbót á afurðaverð

Bændur frá uppbót fyrir afurðir sínar hjá SS.
Bændur frá uppbót fyrir afurðir sínar hjá SS. mbl.is/Árni Torfason

Stjórn Sláturfélags Suðurlands, SS, hefur ákveðið að greiða bændum 2,15% uppbót á afurðaverð allra kjöttegunda fyrir árið 2011. Uppbótin verður greidd inn á bankareikninga bænda 12. mars næstkomandi.

Stefna SS er að greiða samkeppnishæft afurðaverð hverju sinni og góð afkoma liðins árs gerir þessa uppbót mögulega, segir í frétt á vef Sláturfélagsins.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2011 var 1.179 milljónir króna samkvæmt rekstarreikningi. Árið áður var 186 milljóna króna hagnaður. Eigið fé er 2.711 milljónir króna og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 46%.

Tekjur ársins 2011 voru 8.451 milljónir króna en 7.602 milljónir króna árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK