Lánardrottnar gríska ríkisins virðast hafa samþykkt að færa niður skuldir ríkissjóðs um 107 milljarða evra. Ef marka má heimildir AFP-fréttastofunnar innan úr gríska stjórnarráðinu samþykktu um 85% kröfuhafa niðurfærsluna.
Til þess að hún næði fram að ganga þurftu 75% fjármálafyrirtækjanna sem eiga grísk ríkisskuldabréf að samþykkja að færa niður verðmæti skuldarinnar um rúm 50%.
Heimildir AFP herma að um 90% hafi samþykkt samkomulagið sem þýðir að gríska ríkið muni fá 130 milljarða evra lán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Skuldir gríska ríkisins nema um 350 milljörðum evra, sem er meira en 160% af landsframleiðslu Grikklands. Með þessu fara skuldir ríkissjóðs niður í 120% af vergri landsframleiðslu.