Tæplega 84% samþykktu

AP

Tæplega 84% lánardrottna gríska ríkisins samþykktu niðurfærslu skulda, samkvæmt upplýsingum frá grískum stjórnvöldum

Í tilkynningu frá gríska fjármálaráðuneytinu samþykktu 83,5% fjármálastofnana sem eiga 172 milljarða evra kröfu á gríska ríkið samkomulagið um niðurfærslu skulda. Alls var rætt við kröfuhafa sem eiga inni 206 milljarða evra hjá gríska ríkinu.

Til þess að hún næði fram að ganga þurftu 75% fjármálafyrirtækjanna sem eiga grísk ríkisskuldabréf að samþykkja að færa niður verðmæti skuldarinnar um rúm 50%.

Þetta þýðir að gríska ríkið muni fá 130 milljarða evra lán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Skuldir gríska ríkisins nema um 350 milljörðum evra, sem er meira en 160% af landsframleiðslu Grikklands. Með þessu fara skuldir ríkissjóðs niður í 120% af vergri landsframleiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK