Slitastjórn Glitnis stefnir endurskoðendum

Höfuðstöðvar PricewaterhouseCoopers á Íslandi.
Höfuðstöðvar PricewaterhouseCoopers á Íslandi. mbl.is/Golli

Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðunarfyrirtækinu PriceWaterhouseCoopers á Íslandi og í Bretlandi vegna rangra ársreikninga bankans í aðdraganda bankahrunsins. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur 12. apríl næstkomandi en stefnan var birt PWC á Íslandi í janúar. Telur Slitastjórnin að fyrirtækið hafi ekki sinnt endurskoðunarstörfum sínum með eðlilegum hætti, m.a. ekki greint rétt frá tengslum aðila við bankann í ársreikningum. Ársreikningurinn hafi gefið þá mynd að bankinn væri miklu betur staddur en raun bar vitni. Telur slitastjórnin engan vafa leika á skaðabótaskyldu vegna þessa.

Í gær kom fram í fréttum að Slitastjórn Landsbankans hefur einnig stefnt PriceWaterhouseCoopers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK