Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðunarfyrirtækinu PriceWaterhouseCoopers á Íslandi og í Bretlandi vegna rangra ársreikninga bankans í aðdraganda bankahrunsins. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur 12. apríl næstkomandi en stefnan var birt PWC á Íslandi í janúar. Telur Slitastjórnin að fyrirtækið hafi ekki sinnt endurskoðunarstörfum sínum með eðlilegum hætti, m.a. ekki greint rétt frá tengslum aðila við bankann í ársreikningum. Ársreikningurinn hafi gefið þá mynd að bankinn væri miklu betur staddur en raun bar vitni. Telur slitastjórnin engan vafa leika á skaðabótaskyldu vegna þessa.
Í gær kom fram í fréttum að Slitastjórn Landsbankans hefur einnig stefnt PriceWaterhouseCoopers.