Fjármálaráðherrar evrulandanna koma saman til fundar í Brussel á morgun til að leggja endanlega blessun sína yfir samkomulag sem felur í sér björgun gríska ríkisins. Björgunarpakkinn er upp á 130 milljarða evra. Gert er ráð fyrir að allir ráðherrarnir skrifi undir samkomulagið en bankar og fjármálastofnanir hafa þegar lofað að afskrifa um 100 milljarða af skuldum Grikklands.
Mörg önnur lönd innan myntbandalagsins eru í erfiðleikum. Næst á dagskrá er líklega að taka á efnahagsvanda Spánar.