Lækka vexti á lánum OR

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Hjörtur

Norræni fjárfestingarbankinn hefur ákveðið að lækka vexti á lánum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vegna þess árangurs sem náðst hefur í rekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu OR til Kauphallarinnar.

Fulltrúar bankans hafa fylgst náið með framvindu þeirrar aðgerðaáætlunar sem OR og eigendur fyrirtækisins samþykktu síðastliðið vor. Allir þættir hennar eru á áætlun.

Áformað er að kynna næstu framvinduskýrslu samhliða birtingu ársreiknings samstæðu OR í lok vikunnar. „Stjórnendur OR líta á þetta sem merki um aukinn trúverðugleika fyrirtækisins á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Síðari hluta árs 2011 samdi OR um áhættuvarnir við hollenska ING bankann, sem felur í sér útlánaáhættu fyrir bankann,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK