Hertz hyggst auka bílakaup sín

Sigfús B. Sigfússon
Sigfús B. Sigfússon

Forráðamenn bílaleigunnar Hertz munu kaupa 15% fleiri bíla þetta árið en í fyrra og gera út um 1.100 bíla flota hér á landi í sumar. Fyrir stuttu var greint frá samningi um kaup Hertz-bílaleigunnar á 422 nýjum Toyotabifreiðum sem afhentar verða fyrir sumarvertíðina í ár.

Að sögn Sigfúsar B. Sigfússonar, framkvæmdastjóra Hertz, gera þeir ráð fyrir að auka frekar við flotann en stefna fyrirtækisins er að hann sé alltaf sem yngstur eða bílarnir að jafnaði um 15 mánaða gamlir.  „Við gerum ráð fyrir nokkurri aukningu ferðamanna á þessu ári. Sætaframboð hefur aukist með fleiri flugfélögum og við finnum fyrir aukningu í pöntunum,“ sagði Sigfús. Hann sagðist verða var við mikla bjartsýni hjá ferðaþjónustuaðilum en taldi að í sumum tilvikum væri að ræða óhóflega bjartsýni. 

Breytingar í Keflavík

Nú eru tvö ár síðan nýr hópur fjárfesta tók yfir rekstur Hertz. Að sögn Sigfúsar hafa ýmsar breytingar verið gerðar á rekstrinum og benti hann á stækkun í Keflavík en stöðugt fleiri viðskiptavinir kjósa að taka bíla þar. Þá hefur félagið lagt meiri áherslu á hópbíla og að úrvalið af bílum sé sem fjölbreyttast. Þá hefur það gerst að töluvert af þeim viðskiptum sem fóru í gegnum rekstrarleigur er komið til bílaleigna. „Fyrirtæki leita til okkar um langtímaleigu,“ sagði Sigfús. Einnig er það orðinn stór þáttur í starfsemi Hertz að selja nýlega bíla. 

Aðspurður hvort eldsneytishækkanir hefðu áhrif á bílaleigur sagði Sigfús að þeirra svar væri að hafa sem nýjasta bíla vegna þess að þeir eyddu minnstu og auk þess menguðu þeir minna. Þannig hefði tilkostnaður ekki aukist svo mikið milli ára þótt eldsneytisverðshækkanir skiptu alltaf máli.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK