Spá 16% hækkun fasteignaverðs

Grein­ing Íslands­banka tel­ur að íbúðaverð muni hækka um 16% yfir þetta og næsta ár. Gangi spá­in eft­ir mun sú lækk­un sem varð á nafn­verði íbúðar­hús­næðis frá hruni hafa gengið að fullu til baka um mitt þetta ár.

„Við telj­um að íbúðaverð muni hækka um 16% yfir þetta og næsta ár. Spá­um við 8% hækk­un hvort ár. Að teknu til­liti til verðbólgu­spá okk­ar er þetta um 8,5% raun­verðshækk­un yfir þessi tvö ár. Gangi spá­in eft­ir mun sú lækk­un sem varð á nafn­verði íbúðar­hús­næðis frá hruni hafa gengið að fullu til baka um mitt þetta ár. Raun­verð íbúða verður hins­veg­ar enn um sinn langt und­ir því sem það fór hæst í aðdrag­anda hruns­ins og verður í lok spá­tíma­bils­ins um það bil 25% lægra en var í lok árs­ins 2007,“ seg­ir í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

Reikna má með að velt­an haldi áfram að aukast á íbúðamarkaðinum sam­hliða verðhækk­un á næstu miss­er­um. Á síðasta ári jókst velta á íbúðamarkaði á höfuðborg­ar­svæðinu um 60% frá ár­inu á und­an og um 55% þegar miðað er við fjölda kaup­samn­inga fyr­ir sama tíma­bil. Vext­ir eru nú sögu­lega lág­ir og fram­boð íbúðalána hef­ur auk­ist veru­lega. Með til­komu óverðtryggðra hús­næðislána hef­ur val­kost­un­um fjölgað. Þá hef­ur aðgengi að lán­um auk­ist en veðhlut­fall til íbúðar­kaupa er nú komið upp í allt að 85% af markaðsverði íbúða. Þetta, ásamt bata í hag­kerf­inu hef­ur átt sinn þátt í hækk­un íbúðaverðs, seg­ir enn frem­ur í Morgun­korni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK