Vilja kaupa 365 miðla

Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson
Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Verið er að koma saman hópi fjárfesta sem er tilbúinn að koma að rekstri 365 miðla.

Í hópnum eru einstaklingar sem hafa starfað hjá 365 auk annarra samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Samkvæmt áætlun sem hefur verið teiknuð upp og unnið er eftir er gert ráð fyrir að hugsanlegir nýir eigendur leggi fram 1,5 milljarða króna. Félaginu á að skipta niður í þrjár einingar og 500 milljónir króna fari í hverja þeirra. Til viðbótar muni skuldir að andvirði fjórir milljarðar króna verða yfirteknir, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365, segir að 365 miðlar séu ekki í neinni sölumeðferð. Hún geti ekkert gert að því að fólk úti í bæ sé að íhuga möguleg kaup á fyrirtækinu. Hún hafi þó aldrei útilokað að fjölmiðlafyrirtækið verði selt fáist rétt verð enda sé það eðli viðskipta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK