Ofurkaðlar og stærsta kaðlafléttivélin

Hampiðjan.
Hampiðjan. mbl.is/Golli

Rekstr­ar­tekj­ur Hampiðjunn­ar voru 42,4 millj­ón­ir evra, rúm­ir sjö millj­arðar króna, í fyrra og juk­ust um 9% frá ár­inu áður. Hagnaður árs­ins, eft­ir að til­lit hef­ur verið tekið til taps vegna aflagðrar starf­semi í Namib­íu, var 7,3 millj­ón­ir evra en hann var 2,6 millj­ón­ir evra árið 2010. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Rekstr­ar­hagnaður af reglu­legri starf­semi var 12,2% af rekstr­ar­tekj­um eða 5,2 millj­ón­ir evra en var 10,7% í fyrra eða 4,2 millj­ón­ir evra. Fjár­muna­tekj­ur ásamt hlut­deild í hagnaði HB Granda að frá­dregn­um fjár­magns­gjöld­um voru 1,9 millj­ón­ir til tekna en voru 1 millj­ón til gjalda á fyrra ári.

Eins og áður seg­ir var hagnaður árs­ins 7,3 millj­ón­ir evra, eða um 1,1 millj­arður króna.

Heild­ar­eign­ir voru 79,5 millj­ón­ir í árs­lok. Eigið fé nam 46,2 millj­ón­um evra, en af þeirri upp­hæð eru 5,4 millj­ón­ir hlut­deild minni­hluta í eig­in fé tveggja dótt­ur­fé­laga. Hlut­fall eig­in fjár, þegar hlut­deild minni­hluta er meðtal­in, var í árs­lok 58% af heild­ar­eign­um sam­stæðunn­ar.

Vaxta­ber­andi skuld­ir námu í árs­lok 25,6 millj­ón­um evra og lækkuðu um 8,1 millj­ón frá árs­byrj­un.

Seldu einka­leyfi og dótt­ur­fé­lag 

Í til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Jóni Guðmanni Pét­urs­syni, for­stjóra, venju­lega sé seinni hluti árs­ins tölu­vert lak­ari hjá Hampiðjunni en sá fyrri, en sú hafi ekki verið raun­in að þessu sinni. „Veru­leg aukn­ing var í sölu of­urkaðla á seinni hluta árs­ins, ekki síst til ol­íuiðnaðar, og var af­kasta­geta Hampiðjunn­ar í Lit­há­en full­nýtt í þeim vör­um all­an síðari helm­ing árs­ins og er reynd­ar enn. Þá var óvenju góð sala seinni hluta árs­ins hjá móður­fé­lag­inu á veiðarfær­um til bæði mak­ríl- og loðnu­veiða.“

Þá seldi Hampiðjan á ár­inu einka­leyfi og vöru­heiti tengd tog­hler­um og var hagnaður af því 1,4 millj­ón­ir. Einnig var dótt­ur­fé­lagið í Wal­vis Bay í Namib­íu selt fyr­ir um eina millj­ón og sölu­starf­semi á of­ur­köðlum, sem áður var á hendi dótt­ur­fé­lags í Nor­egi, var flutt til móður­fé­lags­ins á Íslandi. „Helsta fjár­fest­ing árs­ins var kaup á stærstu kaðlaflétti­vél sem smíðuð hef­ur verið og er nú verið að ljúka upp­setn­ingu henn­ar í Lit­há­en.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK