Tap hjá OR en aukinn rekstrarhagnaður

Orkuveituhúsið
Orkuveituhúsið mbl.is/Ómar Óskarsson

 Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam 556 milljónum króna á síðasta ári samanborið við hagnað upp á 13,7 milljarða króna árið 2010. Aftur á móti jókst rekstrarhagnaður OR um 6,4 milljarða, nam 12,4 milljörðum króna samanborið við 6 milljarða árið 2010.

Helsta skýringin á tapi OR eru fjármagnsgjöld upp á 19,7 milljarða króna árið 2011 samanborið við fjármagnstekjur upp á 10,8 milljarða árið 2010. Eins er jákvæð skattfærsla upp á 6,8 milljarða króna á síðasta ári en árið 2010 greiddi OR þrjá milljarða króna í tekjuskatt. Tap OR fyrir skatta var því 7,3 milljarðar króna á síðasta ári en árið 2010 var 16,8 milljarða hagnaður hjá OR fyrir skatta.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir í tilkynningu:

„Um síðustu mánaðamót lauk gagngerri uppstokkun á öllum rekstri Orkuveitunnar. Það hefur verið afar krefjandi verkefni og ekki sársaukalaust en starfsfólk hefur staðið sig með mikilli prýði. Við sjáum afrakstur þessarar miklu vinnu í uppgjörinu og ýmsir þættir eiga eftir að skila sér í bættri afkomu á næstunni. Það er líka afar mikilvægt. Skuldabyrðin er þung og sveiflur í ytri þáttum hafa mikil áhrif á fjármagnsliði uppgjörsins. Álverð og gengi krónunnar skiluðu þannig 14 milljörðum tekjumegin 2010 en svipaðri fjárhæð gjaldamegin 2011.

Stjórn Orkuveitunnar hefur stigið mikilvæg skref til verja reksturinn fyrir sveiflum í vöxtum og álverði. Markviss áhættustefna og áhættuvarnarsamningar eru þar mikilvæg tæki þó höfuðatriði sé að reksturinn sjálfur sé í góðu horfi,“ segir Bjarni í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK