Tapa 51 milljarði á dómnum

Tap Landsbanka og Arion banka vegna gengislánadóms Hæstaréttar sem féll 15. febrúar er áætlað 51,8 milljarðar króna. Íslandsbanki hefur ekki birt upplýsingar um áhrif dómsins á efnahag bankans.

Áhrif dóms Hæstaréttar á rekstrareikning Landsbankans eru áætluð 38 milljarðar króna. Arion banki áætlar að dómurinn skerði tekjur bankans um 13,8 milljónir.

Bankarnir hafa skilað Fjármáleftirlitinu upplýsingum um áhrif dómsins. FME birti fréttatilkynningu í dag þar sem segir að upplýsingarnar breyti ekki fyrra mati um að heildaráhrif dómsins ógni ekki fjármálastöðugleika.

„Fjármálaeftirlitið  hóf þegar vinnu við að meta áhrif dómsins á fjárhagsstöðu einstakra fjármálafyrirtækja og kerfisins í heild með því að gera lánastofnunum að endurreikna lánin á grundvelli aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins og skila niðurstöðum 15. mars. Endurreikningnum er ætlað að leiða í ljós hvaða áhrif dómurinn hefur á bókfært virði útlánasafna lánastofnana miðað við nokkrar sviðsmyndir.

Unnið er nú að því að yfirfara svör lánastofnana, samhæfa upplýsingar og reikna út heildaráhrif dómsins á bankakerfið. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki síðar í mánuðinum. Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir breyta ekki upphaflegu mati Fjármálaeftirlitsins,“ segir í fréttatilkynningu FME.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK