Tapa 51 milljarði á dómnum

Tap Lands­banka og Ari­on banka vegna geng­islána­dóms Hæsta­rétt­ar sem féll 15. fe­brú­ar er áætlað 51,8 millj­arðar króna. Íslands­banki hef­ur ekki birt upp­lýs­ing­ar um áhrif dóms­ins á efna­hag bank­ans.

Áhrif dóms Hæsta­rétt­ar á rekstr­a­reikn­ing Lands­bank­ans eru áætluð 38 millj­arðar króna. Ari­on banki áætl­ar að dóm­ur­inn skerði tekj­ur bank­ans um 13,8 millj­ón­ir.

Bank­arn­ir hafa skilað Fjár­máleft­ir­lit­inu upp­lýs­ing­um um áhrif dóms­ins. FME birti frétta­til­kynn­ingu í dag þar sem seg­ir að upp­lýs­ing­arn­ar breyti ekki fyrra mati um að heild­aráhrif dóms­ins ógni ekki fjár­mála­stöðug­leika.

„Fjár­mála­eft­ir­litið  hóf þegar vinnu við að meta áhrif dóms­ins á fjár­hags­stöðu ein­stakra fjár­mála­fyr­ir­tækja og kerf­is­ins í heild með því að gera lána­stofn­un­um að end­ur­reikna lán­in á grund­velli aðferðafræði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og skila niður­stöðum 15. mars. End­ur­reikn­ingn­um er ætlað að leiða í ljós hvaða áhrif dóm­ur­inn hef­ur á bók­fært virði út­lána­safna lána­stofn­ana miðað við nokkr­ar sviðsmynd­ir.

Unnið er nú að því að yf­ir­fara svör lána­stofn­ana, sam­hæfa upp­lýs­ing­ar og reikna út heild­aráhrif dóms­ins á banka­kerfið. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki síðar í mánuðinum. Þær upp­lýs­ing­ar sem nú liggja fyr­ir breyta ekki upp­haf­legu mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu FME.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK