Gróska í hliðargreinum í sjávarútvegi

Fjöldi fjárfesta og fulltrúa útgerða sótti fund Sjávarklasans um nýsköpun …
Fjöldi fjárfesta og fulltrúa útgerða sótti fund Sjávarklasans um nýsköpun sem haldinn var í Grindavík. mbl.is

Tíu fyrirtæki á Suðurnesjum hafa að markmiði margháttaða fullvinnslu afurða allt frá hausaþurrkun til próteinframleiðslu.

Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi sjávarklasans í Grindavík á fimmtudaginn. Þar kynntu tólf lítil tæknifyrirtæki starfsemi sína og framtíðaráætlanir. Fulltrúar allra viðskiptabankanna sóttu fundinn ásamt ýmsum fjárfestum og forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækja.

Fyrirtækin sem kynntu áætlanir sínar eiga það sameiginlegt að hafa þróað ýmsan búnað eða tækni við vinnslu sem stefnt er að því að auka útflutning á.

Í umfjöllun um þetta amál í Morgunblaðinu í dag segir, að á fundinum hafi komið fram að í undirbúningi væri stofnun sérstaks klasa um fullvinnslu afurða á Íslandi með aðsetur í Grindavík. Þá er í undirbúningi á svæðinu ný verksmiðja sem mun vinna úr aukaafurðum fisksins. Framtíðarsýnin er að þessi verksmiðja breyti fiskislógi í verðmæt heilsubótarefni og lyf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK