Stofnandi Red Bull látinn

Chaleo Yoovidhya
Chaleo Yoovidhya AP

Chaleo Yoovid­hya, maður­inn sem bjó til Red Bull-orku­drykk­inn, er lát­inn, en drykk­ur­inn gerði Yoovid­hya að rík­asta manni Taí­lands. Eign­ir hans eru metn­ar á um 640 millj­arða króna.

Yoovid­hya fædd­ist í Taílandi árið 1932, en for­eldr­ar hans voru fá­tæk­ir kín­versk­ir inn­flytj­end­ur. Hann starfaði fram­an af ævi sem sölumaður, en á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar bjó hann til Red Bull. Drykk­ur­inn sló í gegn þegar Yoovid­hya hóf sam­starf við ástr­alska kaup­sýslu­mann­inn Dietrich Mateschitz.

Í dag á Red Bull tvö knatt­spyrnulið og er með lið í Formúlu 1. Red Bull-drykk­ur­inn er seld­ur í 70 lönd­um um all­an heim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK