Chaleo Yoovidhya, maðurinn sem bjó til Red Bull-orkudrykkinn, er látinn, en drykkurinn gerði Yoovidhya að ríkasta manni Taílands. Eignir hans eru metnar á um 640 milljarða króna.
Yoovidhya fæddist í Taílandi árið 1932, en foreldrar hans voru fátækir kínverskir innflytjendur. Hann starfaði framan af ævi sem sölumaður, en á sjöunda áratug síðustu aldar bjó hann til Red Bull. Drykkurinn sló í gegn þegar Yoovidhya hóf samstarf við ástralska kaupsýslumanninn Dietrich Mateschitz.
Í dag á Red Bull tvö knattspyrnulið og er með lið í Formúlu 1. Red Bull-drykkurinn er seldur í 70 löndum um allan heim.