Karen Millen vill fá Karen Millen

Karen Millen er staðráðin í að eignast aftur verslanirnar Karen …
Karen Millen er staðráðin í að eignast aftur verslanirnar Karen Millen. mbl.is/Heiðar

Breska tískudrottningin Karen Millen, stofnandi samnefndrar fataverslanakeðju, segist ekki munu unna sér hvíldar fyrr en hún hafi náð fullkomnum yfirráðum yfir verslanakeðjunni á nýjan leik, en hún er nú í eigu þrotabús Kaupþings.

Þetta segir Millen í viðtali við  breska dagblaðið The Guardian í morgun. Þar segir að hún eigi í ýmsum málarekstri gagnvart þrotabúi Kaupþings ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum. Kevin Stanford. Kröfur þeirra nema meira en 500 milljónum punda, eða rúmlega 100 milljörðum íslenskra króna.

Að auki hefur Stanford stefnt þrotabúi Kaupþings í Lúxemborg og krefst þar 500 milljóna punda. Meðal þeirra eigna sem hann vill endurheimta er 25% hlutur í Mulberry-verslanakeðjunni.

Hjónin skildu árið 2001, en störfuðu áfram saman. Auk verslananna Karen Millen áttu þau hluta í Mosaic Fashions sem rak 1.800 tískuverslanir, þeirra á meðal Oasis, All Saints, Whistles, Ghost, House of Fraser, French Connection og Principles. 

Stanford hóf samstarf við Kaupþing og Baug og að lokum átti Baugur meirihlutann í Karen Millen-verslununum. Stanford eignaðist 8% hlut í Baugi, 4% í Kaupþingi auk hlutar í ýmsum öðrum íslenskum fyrirtækjum. Hann tapaði meirihluta fjárfestinga sinna í bankahruninu og er talinn skulda Kaupþingi meira en 250 milljónir punda, eða um 50 milljarða íslenskra króna.

Karen Millen segist staðráðin í að hefja störf í tískubransanum að nýju, en það gæti verið vandkvæðum bundið að gera það undir eigin nafni, þar sem þrotabú Kaupþings á nafnið og hún hefur verið vöruð við því að hún brjóti lög um vörumerki ef hún opnar nýjar verslanir undir nafninu „Karen“ eða „KM“.

Millen var yfirheyrð af starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara fyrir nokkru. Hún segist í viðtalinu hafa verið slegin yfir því sem fram hefur komið um starfsemi og starfshætti Kaupþings. „Að mínu mati er rangt þegar banki þykist eiga fjármuni sem hann ekki á, falsar reikninga og notar viðskiptavini sína í eigin þágu,“ segir Millen við The Guardian.

„Viðskiptavinir og hluthafar í bankanum misstu eigur sínar, stór hluti breskra tískuverslana er nú í eigu íslenskra slitastjórna. Þetta er rangt.“

Hvorki Millen né Stanford eru talin hafa aðhafst nokkuð ólöglegt, heldur eru þau talin vera leiksoppar stjórnenda Kaupþings.

Grein The Guardian

Karen Millen
Karen Millen
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK