Íslendingar treysta eigin vinnuveitanda mjög vel

Af vef SA

Íslendingar treysta vinnuveitendum sínum mjög vel en traust til vinnuveitenda fær mjög háa einkunn í árlegum mælingum Capacent á trausti. Aðeins Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts meðal fólks. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins.

Rúmlega þrír af hverjum fjórum (76,2%) eru jákvæðir gagnvart sínum vinnustað og bera mikið traust til eigin vinnuveitanda. Aðeins 10,7% bera lítið traust til eigin vinnuveitanda. Traust fólks á eigin vinnuveitanda eykst milli ára en á sama tíma fer traust fólks á stofnunum þjóðfélagsins almennt þverrandi samkvæmt mælingum Capacent.

„Þetta eru ánægjulegar fréttir fyrir íslenskt atvinnulíf sem sýna að þrátt fyrir ýmis áföll í atvinnulífinu og mjög neikvæða umræðu ber almenningur mikið traust til íslenskra fyrirtækja,“ segir á vef Samtaka atvinnulífsins.

Íslensk fyrirtæki sem heild njóta meira trausts en dómskerfið og þjóðkirkjan en þess ber að geta að þegar spurt var um almennt traust til þeirra þá lækkar það aðeins á milli ára.

Af vef SA
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK