1,9 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki við Kirkjusand.
Íslandsbanki við Kirkjusand. mbl.is/Ómar

Hagnaður Íslands­banka á síðasta ári eft­ir skatta af reglu­legri starf­semi var 13,9 millj­arðar, sam­an­borið við 17,8 millj­arða árið 2010. Hagnaður árs­ins eft­ir skatta að teknu til­liti til ein­skipt­isliða, s.s. væntra áhrifa geng­islána­dóms­ins og niður­færslu á viðskipta­vild, nam 1,9 millj­örðum króna, sam­an­borið við 29,4 millj­arða  2010. 

Í upp­gjöri bank­ans kem­ur fram að á fjórða árs­fjórðungi gætti áhrifa vegna virðisrýrn­un­ar á viðskipta­vild í kjöl­far yf­ir­töku Byrs sem veld­ur ein­skipt­is­kostnaði upp á 17,9 millj­arða króna.

Nettó gjald­færsla vegna end­ur­mats lána­safns­ins nam 1,3 millj­örðum króna, sam­an­borið við 14,5 millj­arða króna tekju­færslu á sama tíma­bil árið áður. Áætlaður kostnaður af dómi Hæsta­rétt­ar um vaxta­reikn­ing geng­islána frá því í fe­brú­ar nem­ur 12,1 millj­arði króna. Enn rík­ir óvissa m.a. um for­dæm­is­gildi dóms­ins og aðferð end­urút­reikn­ings.

Arðsemi eig­in­fjár af reglu­legri starf­semi bank­ans eft­ir skatta var 11,0% á árs­grund­velli. Sé tekið til­lit til ein­skipt­is­kostnaðar var arðsemi eig­in­fjár 1,5%.

Um 17.600 ein­stak­ling­ar og 2.700 fyr­ir­tæki hafa fengið af­skrift­ir, eft­ir­gjaf­ir eða leiðrétt­ing­ar á skuld­um frá stofn­un bank­ans sem nem­ur um 343 millj­örðum króna.

Heild­ar­eign­ir námu 795.9 millj­örðum króna við árs­lok, sam­an­borið við 683,2 millj­arða árið 2010. Hækk­un­in skýrist af sam­ein­ingu Íslands­banka og Byrs.

Heild­ar­inn­lán námu 525,8 millj­örðum króna við árs­lok, sam­an­borið við 423,4 millj­arða árið 2010.

Stoðir und­ir fjár­mögn­un voru styrkt­ar þegar Íslands­banki var fyrsti bank­inn til að skrá sér­tryggð skulda­bréf að upp­hæð 4 millj­arða króna á NAS­DAQ OMX kaup­höll­inni á Íslandi.

Eigið fé nam  123,7 millj­örðum við árs­lok og jókst um 2% á tíma­bil­inu. Eig­in­fjár­hlut­fall var 22,6%, sem er tölu­vert um­fram það 16% lág­mark sem FME set­ur bank­an­um.

Mik­il­vægt að eyða óvissu um geng­is­dóm

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, seg­ir hagnað af reglu­leg­um rekstri bank­ans á síðasta ári viðun­andi.

„Efna­hags­reikn­ing­ur bank­ans er traust­ur sem hef­ur gert okk­ur kleift að tak­ast á við sí­breyti­leg­ar for­send­ur í rekstr­ar­um­hverf­inu. Eign­ir sem flutt­ust yfir til bank­ans við sam­ein­ing­una við Byr hafa verið færðar niður sem og viðskipta­vild tengd kaup­un­um til að tak­marka óefn­is­leg­ar eign­ir í efna­hags­reikn­ingi Íslands­banka. Þá hef­ur einnig verið færð varúðarfærsla vegna ný­fall­ins geng­islána­dóms Hæsta­rétt­ar, en ljóst er að hann hef­ur veru­leg áhrif á af­komu bank­ans. Afar mik­il­vægt er að þeirri óvissu sem enn rík­ir um geng­islána­mál­in verði eytt sem allra fyrst,“ er haft eft­ir Birnu í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK