Bankastjórar viðskiptabankanna þriggja fengu alls 80,7 milljónir króna í laun á síðasta ári.
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var með hæstu launin í fyrra eða 37,1 milljón króna í laun frá bankanum. Það samsvarar því að hann hafi fengið rúmar þrjár milljónir króna í laun á mánuði. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 29,7 milljónir króna í árslaun í fyrra frá bankanum eða 2,475 milljónir króna í laun á mánuði.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, rekur lestina en hann var með 13,9 milljónir króna í laun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu bankans. Það svarar til þess að Steinþór hafi verið með 1,16 milljónir króna í mánaðarlaun á síðasta ári.