Grikkland fékk í dag fyrstu greiðsluna úr nýjum björgunarpakka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, alls 7,9 milljarða evra, 1.318 milljarða króna.
Alls komu 5,9 milljarðar evra frá evru-svæðinu og 1,6 milljarðar evra frá AGS, samkvæmt upplýsingum frá gríska fjármálaráðuneytinu.
Fyrr í mánuðinum samþykktu kröfuhafar að afskrifa 100 milljarða evra af skuldum gríska ríkisins og leiðtogar evru-svæðisins samþykktu nýjan björgunarpakka upp á 130 milljarða evra. AGS fylgdi í kjölfarið með því að samþykkja að lána Grikkjum 28 milljarða evra.