Húsasmiðjan hluti af Bygma

Peter Christiansen eigandi og stjórnarformaður Bygma og Sigurður Arnar Sigurðsson, …
Peter Christiansen eigandi og stjórnarformaður Bygma og Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. mbl.is

Húsasmiðjan verður formlega hluti af Bygma, rótgrónu fjölskyldufyrirtæki og einni stærstu byggingavörukeðju í Danmörku frá og með morgundeginum, 21. mars. Í tilkynningu segir að Húsasmiðjan verði þó áfram íslenskt fyrirtæki.

Verslanir og starfsfólk Húsasmiðjunnar verða þar með hluti af yfir 2.100 manna starfsliði Bygma-samstæðunnar sem rekur 93 verslanir í Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum. Nafn fyrirtækisins helst óbreytt og verða verslanir áfram reknar undir merkjum Húsasmiðjunnar. Í tilkynningu segir að með sameiningunni við Bygma fylgi tækifæri á hagstæðari innkaupum til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og byggingariðnaðinn.

Bygma festi kaup á Húsasmiðjunni í desember á síðasta ári. Bygma hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá stofnun árið 1952. Húsasmiðjan var stofnuð árið 1956 og í eigu sömu fjölskyldu til ársins 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK