Hagar höfða mál gegn Arion banka

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Stjórn Haga hefur ákveðið að höfða dómsmál á á hendur Arion banka í kjölfar dóms Hæstaréttar um vexti á gengistryggð lán. Miðað við útreikninga sem KPMG hefur unnið fyrir Haga telur félagið sig eiga rúmar 824 milljóna króna kröfu á bankann.

Dótturfélag Arion banka, Eignabjarg, er einn stærsti hluthafinn í Högum.

Í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 600/2011, sem kveðinn var upp 15. febrúar sl., hafa Hagar hf. fengið lögfræðiálit á stöðu sinni vegna gengistryggðra lána félagsins hjá Arion banka hf., áður Kaupþings Búnaðarbanka hf., sem greidd voru upp í október 2009. Hagar fengu greiddar kr. 514.891.325 í desember 2011 vegna endurútreiknings bankans á fyrrnefndum lánum.

„Niðurstaða lögfræðiálitsins gefur til kynna að Hagar eigi enn frekari kröfu á hendur Arion banka vegna lánanna en Arion banki hefur tilkynnt félaginu, með bréfi dagsettu 12. mars sl., að bankinn álíti sem svo að dómurinn hafi takmarkað fordæmisgildi og telji því að Hagar eigi ekki rétt til frekari endurútreiknings lánanna.

Stjórn Haga hefur tekið þá ákvörðun að höfða dómsmál á hendur Arion banka til að fá skorið úr um réttmæti kröfunnar enda er ljóst að um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða. Hagar hafa fengið fyrirtækjasvið KPMG ehf. til að framkvæma endurútreikning miðað við forsendur dómsins og gefur hann til kynna að félagið eigi rúmar 824 milljóna króna kröfu á bankann, miðað við uppgjörsdag 29. febrúar 2012,“ segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK