Gæti komið til frekari vaxtahækkana

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fram kom í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á blaðamannafundi í morgun um þá ákvörðun peningamálastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka vexti um 0,25% að útlitið nú í peningamálum væri svipað og í febrúar. Ef verðbólguhorfur bötnuðu ekki umtalsvert á næstunni gæti komið til frekari vaxtahækkana.

Helsti munurinn væri sá að gengi krónunnar hefði veikst sem hefði þau áhrif að auka á verðbólguna. Hins vegar hefði gengi hennar verið nokkuð stöðugt síðustu daga og styrkst í gær.

Þá sagði Már að óljóst væri enn hvaða áhrif hertari gjaldeyrishöft hefðu á gengisþróunina en nýverið var samþykkt á Alþingi að herða höftin frekar frá því sem áður var.

Már sagði ennfremur að vextir væru í dag lægri á Íslandi en þeir væru ef ekki væri fyrir gjaldeyrishöftin. Þegar þau yrðu afnumin mætti búast við að vextir hækkuðu en óvíst væri þó hversu mikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK