Taka ætti pólitíska ákvörðun sem allra fyrst um að afnema höftin og boða til gjaldeyrisuppboðs að þremur mánuðum liðnum.
„Með afnámi haftanna væri Ísland að ráðast í afskaplega góða fjárfestingu til framtíðar,“ segir Jón Daníelsson, dósent í hagfræði við London School of Economics, í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Hann segir kostnaðinn af höftunum stigmagnast með hverju árinu.