Merkel: Evrukreppunni ekki enn lokið

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Reuters

Kansl­ari Þýska­lands, Ang­ela Merkel, sagði á fundi í gær með flokks­fé­lög­um sín­um að efna­hagskrepp­unni á evru­svæðinu væri ekki lokið enn. Krepp­an væri ein­fald­lega stödd á einu af „fjöl­mörg­um stig­um“ sín­um. Frá þessu er greint á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com en þar kem­ur fram að svo virðist sem traust fjár­festa sé að aukast á evru­svæðinu.

Merkel sagði hins veg­ar að þýska hag­kerfið væri „ekki á slæmri leið“ og bætti því við að Evr­ópu­sam­bandið stæði á al­ger­um tíma­mót­um.

„Hvernig verða aðstæðurn­ar og hversu mikl­ar von­ir geta fjár­fest­ar í Evr­ópu, Am­er­íku og Jap­an sem settu fjár­muni sína í þessi ríki gert sér um að sjá pen­ing­ana sína aft­ur?“ spurði Merkel og vísaði þar til þeirra evru­ríkja sem átt hafa í mest­um erfiðleik­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK