Meniga semur við Skandiabanken

Merki Meniga
Merki Meniga

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur innleitt heimilisfjármálahugbúnað sinn hjá Skandiabanken í Noregi. Meniga-lausnin er nú orðin hluti af netbanka Skandiabanken og aðgengileg rúmlega 300 þúsund viðskiptavinum bankans og á innan við viku hafa yfir 10% netbankanotenda Skandiabanken hafið notkun á lausninni.

Samningurinn við Skandiabanken í Noregi er fyrsti samningur Meniga við erlendan banka en fyrirtækið vinnur einnig að innleiðingarverkefnum með bönkum í Þýskalandi, Svíþjóð og Finnlandi.

Heimilisfjármálalausn Meniga hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi en rúmlega 17% íslenskra heimila nota vefinn Meniga.is. Viðskiptavinir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka geta tengst vefnum gegnum netbankann sinn og í þarsíðustu viku varð Meniga-lausnin einnig hluti af netbanka Íslandsbanka.

Í fréttatilkynningu frá Meniga segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að samningurinn við Skandiabanken sé stærsti áfanginn í sögu Meniga til þessa og komi til með að skila fyrirtækinu umtalsverðum tekjum. 

Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki með starfsemi í Reykjavík og Stokkhólmi. Fyrirtækið er leiðandi í þróun heimilisfjármálaveflausna fyrir banka og fjármálafyrirtæki í Evrópu. Heimilisfjármálavef Meniga var hleypt af stokkunum í ársbyrjun 2010 og í dag er hann notaður af rúmlega 17% íslenskra heimila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK