Rekstrartap N1 nam 700 milljónum

N1
N1 mbl.is/Hjörtur

Hagnaður N1 hf fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði nam 2.108 millj­ón­um króna á ár­inu 2011. Árs­reikn­ing­ur fé­lags­ins var samþykkt­ur á stjórn­ar­fundi hans í kvöld. Til sam­an­b­urðar varð tap hjá fé­lag­inu árið áður, að upp­hæð 3.240 millj­ón­ir króna.

Fram kem­ur í frétt á vef N1 að í árs­lok 2011 var gjald­færð virðisrýrn­un á fast­eign­um fé­lags­ins að fjár­hæð 1.988 millj­ón­ir króna. Rekstr­artap árs­ins að teknu til­liti til virðisrýrn­un­ar­inn­ar og af­skrifta nam 700 millj­ón­um króna.

Fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins lauk á fyrri hluta árs­ins 2011. Vegna end­ur­skipu­lagn­ing­ar­inn­ar eru tekju­færðar 4.805 millj. kr. í rekstr­ar­reikn­ingi og er hagnaður árs­ins 4.536 millj. kr. að teknu til­iti til tekju­skattsáhrifa. 

Hagnaður fyr­ir skatta af reglu­legri starf­semi, án áhrifa fjár­hags­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ing­ar og virðisrýrn­un­ar fast­eigna, nam 1.590 millj. kr. Veltu­fé frá rekstri á ár­inu 2011 nam 2.269 millj. kr. en var nei­kvætt um 2.728 millj. kr. árið áður.

Eigið fé fé­lags­ins nam 13.323 millj. kr. hinn 31. des­em­ber 2011 sem svar­ar til  50,6% eig­in­fjár­hlut­falls.

N1 hf. er í dag í eigu 64 hlut­hafa en þeir voru tveir í upp­hafi árs 2011. Stefnt er að skrán­ingu hluta­bréfa fé­lags­ins í Kaup­höll inn­an tveggja ára. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka