Rekstrartap N1 nam 700 milljónum

N1
N1 mbl.is/Hjörtur

Hagnaður N1 hf fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 2.108 milljónum króna á árinu 2011. Ársreikningur félagsins var samþykktur á stjórnarfundi hans í kvöld. Til samanburðar varð tap hjá félaginu árið áður, að upphæð 3.240 milljónir króna.

Fram kemur í frétt á vef N1 að í árslok 2011 var gjaldfærð virðisrýrnun á fasteignum félagsins að fjárhæð 1.988 milljónir króna. Rekstrartap ársins að teknu tilliti til virðisrýrnunarinnar og afskrifta nam 700 milljónum króna.

Fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins lauk á fyrri hluta ársins 2011. Vegna endurskipulagningarinnar eru tekjufærðar 4.805 millj. kr. í rekstrarreikningi og er hagnaður ársins 4.536 millj. kr. að teknu tiliti til tekjuskattsáhrifa. 

Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi, án áhrifa fjárhagslegrar endurskipulagningar og virðisrýrnunar fasteigna, nam 1.590 millj. kr. Veltufé frá rekstri á árinu 2011 nam 2.269 millj. kr. en var neikvætt um 2.728 millj. kr. árið áður.

Eigið fé félagsins nam 13.323 millj. kr. hinn 31. desember 2011 sem svarar til  50,6% eiginfjárhlutfalls.

N1 hf. er í dag í eigu 64 hluthafa en þeir voru tveir í upphafi árs 2011. Stefnt er að skráningu hlutabréfa félagsins í Kauphöll innan tveggja ára. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka