Spá 6,6% verðbólgu

Hækkun eldsneytisverðs hefur áhrif til hækkunar í vísitölu neysluverðs
Hækkun eldsneytisverðs hefur áhrif til hækkunar í vísitölu neysluverðs mbl.is/Friðrik Tryggvason

Greiningardeild Arion banka spáir 1,2% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í mars. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,6% samanborið við 6,3% í febrúar. Hagstofan birtir mælingu VNV næstkomandi miðvikudag.

Það er ýmislegt sem leggst á sveif með verðbólgunni í mars. Útsölur ganga til baka, eldsneyti hefur hækkað umtalsvert og áhrif af veikingu krónunnar síðastliðna mánuði mun skila sér í hærra vöruverði, segir í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

„Samkvæmt bráðabirgðaspá okkar fyrir næstu mánuði mun vísitala neysluverðs hækka um 1,7% milli fyrsta og annars ársfjórðungs (ríflega 2,9% verðbólga í mars, apríl, maí og júní). Árstakturinn mun því ekki ná að fara niður fyrir 6 prósentustig á tímabilinu. Gangi gengisveiking krónunnar ekki að verulegu leyti til baka á næstu mánuðum teljum við að ársverðbólgan verði enn hærri  næsta haust,“ segir í Markaðspunktum.

Gangi þessi spá eftir í meginatriðum er ljóst að Seðlabankinn á langt í land með að ná böndum á verðbólguna og fleiri stýrivaxtahækkanir eru í burðarliðnum.

Áhrif útsöluloka í febrúar voru um 0,5% til hækkunar VNV. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að restin skili sér í mars og að liðirnir föt og skór, húsgögn og heimilisbúnaður, hækki umfram útsöluáhrifin í janúar. Heildaráhrif útsöluloka í mars: 0,35%

Hækkandi heimsmarkaðsverð á eldsneyti virðist engan enda ætla að taka en slíkt skilar sér hratt og örugglega út í verðlag hér innanlands. Heildaráhrif í mars: +0,3%

Markaðsverð húsnæðis (reiknuð húsaleiga) lækkaði nokkuð óvænt VNV í febrúarmælingu Hagstofunnar og hafði 0,08% áhrif til lækkunar VNV. Ástæðuna má rekja til þess að húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins lækkaði um 2,7%. Þar sem Hagstofan tekur mið af þriggja mánaða meðaltali húsnæðisverðs á landinu öllu má búast við að reiknuð húsaleiga hafi áfram áhrif til lækkunar í mars. Hins vegar vegur upp á móti að liðurinn viðhald og viðgerðir (sem er tafið gildi vísitölu byggingarkostnaðar) hefur að öllum líkindum svipuð áhrif til hækkunar húsnæðisliðarins í heild sinni (+0,07%). Áhrif í húsnæðisliðar í mars: 0%

 Þrátt fyrir að boðuð sé umtalsverð samkeppni á flugmarkaði er ljóst að hækkandi eldsneytisverð er til þess fallið að draga úr afkomu félaga í flugrekstri, nema að til verðhækkana komi. Oftast nær er hefur hækkun einn mánuðinn verið ávísun á lækkun þann næsta, líkt og sjá mátti í febrúar. Hins vegar hefur sambandið verið heldur óstöðugt, ef svo má segja, í mars og apríl síðustu ár. „Að okkar mati mun flugfargjaldaliðurinn ekki breytast að þessu sinni og áhrifin því lítil sem engin,“ segir í Markaðspunktum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK