Húsleit hjá Samherja

Höfðuðstöðvar Samherja á Akureyri í morgun.
Höfðuðstöðvar Samherja á Akureyri í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hús­leit er nú gerð hjá starfs­stöðvum út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri. Leit­in er unn­in í sam­starfi gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans og embætt­is sér­staks sak­sókn­ara. Til­efnið er grun­ur um brot á ákvæðum laga um gjald­eyr­is­mál. Þetta staðfest­ir upp­lýs­inga­full­trúi Seðlabanka Íslands, Stefán Jó­hann Stef­áns­son.

Að sögn Ólafs Þórs Hauks­son­ar, sér­staks sak­sókn­ara, eru um 25 manns á veg­um embætt­is­ins og Seðlabank­ans við hús­leit­ina á Ak­ur­eyri og Reykja­vík en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frek­ar um málið.

Ekki fékkst staðfest hvort ein­hverj­ir yrðu yf­ir­heyrðir af lög­reglu í fram­haldi af rann­sókn­inni.

Ljós­mynd­ur­um og blaðamanni mbl.is var vísað frá af lög­reglu þegar þeir reyndu að mynda á skrif­stof­um Sam­herja á Ak­ur­eyri og í Reykja­vík í morg­un. Áfram verður fylgst með mál­inu á mbl.is í dag.

Upp­fært klukk­an 10.25

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Seðlabank­an­um er um rann­sókn að ræða á því hvort Sam­herji hafi brotið lög um gjald­eyr­is­höft­in. Staðfest­ir bank­inn að meðal gagna í mál­inu sé ábend­ing sem bank­inn fékk frá starfs­manni Kast­ljóss en fleiri gögn liggja að baki rann­sókn­inni.

Að öðru leyti vill Seðlabank­inn ekki tjá sig um rann­sókn­ina að svo stöddu.

Aðgerðin er fram­kvæmd í tengsl­um við rann­sókn­ar­hlut­verk Seðlabanka Íslands á grund­velli laga nr. 87/​1992 um gjald­eyr­is­mál vegna gruns um brot gegn ákvæðum þeirra laga.

Lög um gjald­eyr­is­mál

Oddeyrin EA, skip Samherja.
Oddeyr­in EA, skip Sam­herja. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK