Húsleit hjá Samherja

Höfðuðstöðvar Samherja á Akureyri í morgun.
Höfðuðstöðvar Samherja á Akureyri í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Húsleit er nú gerð hjá starfsstöðvum útgerðarfyrirtækisins Samherja í Reykjavík og á Akureyri. Leitin er unnin í samstarfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara. Tilefnið er grunur um brot á ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands, Stefán Jóhann Stefánsson.

Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru um 25 manns á vegum embættisins og Seðlabankans við húsleitina á Akureyri og Reykjavík en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið.

Ekki fékkst staðfest hvort einhverjir yrðu yfirheyrðir af lögreglu í framhaldi af rannsókninni.

Ljósmyndurum og blaðamanni mbl.is var vísað frá af lögreglu þegar þeir reyndu að mynda á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík í morgun. Áfram verður fylgst með málinu á mbl.is í dag.

Uppfært klukkan 10.25

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er um rannsókn að ræða á því hvort Samherji hafi brotið lög um gjaldeyrishöftin. Staðfestir bankinn að meðal gagna í málinu sé ábending sem bankinn fékk frá starfsmanni Kastljóss en fleiri gögn liggja að baki rannsókninni.

Að öðru leyti vill Seðlabankinn ekki tjá sig um rannsóknina að svo stöddu.

Aðgerðin er framkvæmd í tengslum við rannsóknarhlutverk Seðlabanka Íslands á grundvelli laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál vegna gruns um brot gegn ákvæðum þeirra laga.

Lög um gjaldeyrismál

Oddeyrin EA, skip Samherja.
Oddeyrin EA, skip Samherja. Ljósmynd/Samherji
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka