Starfsmenn Seðlabanka Íslands og embættis sérstaks saksóknara eru enn að störfum á skrifstofum Samherja á Akureyri og Reykjavík. Talið er að húsleitum ljúki ekki fyrr en eftir nokkra klukkutíma.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is taka um 25 þátt í aðgerðunum en rannsóknin beinist að því hvort Samherji hafi brotið lög um gjaldeyrishöft sem gilda á Íslandi.