Stefnt að skráningu Sjóvár

Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár
Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár

 Hagnaður Sjóvár nam 642 milljónum króna á síðasta ári. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöllina.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. héldu aðalfund sinn í dag. Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2011 samþykktur. Rekstur ársins var í takti við áætlanir hjá félaginu.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir í tilkynningu:

„Afkoma Sjóvár á árinu 2011 var í takti við áætlanir. Hagnaður ársins nam 642 m.kr. og var eigið fé samstæðunnar í árslok 2011 12.934 millj. kr. og eiginfjárhlutfallið 34,5%. Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins styrktist mikið á árinu, var 3,57, aðlagað gjaldþolshlutfall var 2,73 og hækkaði úr 1,83 frá árslokum 2010. Í lok síðasta árs námu heildareignir samstæðunnar 37.540 millj. króna. Sjóvá er því vel fjármagnað vátryggingafélag,“ segir Hermann í fréttatilkynningu.

Stjórn félagsins var endurkosin en hana skipa:

Erna Gísladóttir stjórnarformaður, Tómas Kristjánsson varaformaður, Haukur C. Benediktsson, Heimir V. Haraldsson og Ingi Jóhann Guðmundsson.

Varamenn voru kosnir:

Garðar Gíslason, Birgir Birgisson, Eiríkur S. Jóhannsson, Axel Ísaksson og Jón Diðrik Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK