Alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja, Institute of International Finance, hafa lýst yfir miklum áhyggjum sínum af þjóðaratkvæði um nýjan sáttmála á vettvangi Evrópusambandsins um aukinn samruna í efnahagsmálum sem fyrirhugað er á Írlandi í lok maímánaðar.
„Í einföldu máli þá höfum við áhyggjur af því ef niðurstaðan verður nei,“ er haft eftir aðalhagfræðingi samtakanna Phil Suttle í írska dagblaðinu Irish Times.