Verð á lítra af 95 oktana bensín í Noregi er komið upp í 15 krónur norskar, en það er um 334 íslenskar krónur. Þó margir Norðmenn bölvi háu verði á bensíni má færa fyrir því rök að það sé lágt ef tekið er tillit til launaþróunar í landinu.
Kaupmáttur í Noregi hefur aukist ár frá ári. Verðlag er þar líka hátt og líklega er verð á eldsneyti hvergi í heiminum jafn hátt og í Noregi. Þegar verðlag í Noregi er borið saman við verðlag í öðrum löndum er hins vegar nauðsynlegt að taka tillit til þeirra háum launa sem greidd eru í Noregi.
Arild Hermstad, leiðtogi umhverfissamtakanna Framtíðin er í okkar höndum, segir í samtali við abcnyheter.no, að Norðmenn hafi nánast aldrei þurft að vinna svo lítið til að geta keypt bensín á bílinn. Til viðbótar séu bílar orðnir mun sparneytnari og því komist menn lengra á hverjum lítra en áður.