Taki þátt í uppbyggingu hlutabréfamarkaðar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.

„Góður árangur 2011 hlýtur að teljast varnarsigur í því umhverfi sem okkur er skapað,“ sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við setningu ársfundar sjóðsins í gær.

Helgi lýsti í ræðu sinni áhuga á að lífeyrissjóðirnir tækju virkan þátt í uppbyggingu hlutabréfamarkaðar hér á landi og gerðust meðal annars hluthafar í fyrirtækjum á borð við bankana, Eimskip, TM auk opinberra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar, Landsnets og Fríhafnarinnar. Hann gagnrýndi einnig úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir að reyna að gera tjón lífeyrissjóðanna í hruninu verra en það var.

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var haldinn á Grand Hótel Reykjavík í gær. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, gerði grein fyrir því að tryggingafræðileg stað sjóðsins hefði batnað á árinu og sé með þeim hætti að lífeyrisréttindi sjóðfélaga verði ekki skert, en þau séu að fullu verðtryggð. Tryggingafræðileg úttekt sýni að miðað við lok árs 2011 nemi heildarskuldbindingar sjóðsins umfram eignir 14,5 milljörðum króna, eða um 2,3% af heildarskuldbindingum. Tiltölulega lítill munur sé á milli áfallinnar stöðu og framtíðastöðu, þannig sé tryggt að ávinnsla lífeyrisréttinda greiðandi sjóðsfélaga og lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega endurspegli sem best tryggingafræðilega stöðu sjóðsins.

Hrein raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á árinu 2011 var 2,8% og hrein nafnávöxtun nam 8,2%.

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hér á landi teljum við að árangur Lífeyrissjóðs verslunarmanna á árinu 2011 sé góður og hljóti að teljast varnarsigur í því umhverfi sem okkur er skapað. Árangurinn gefur okkur tækifæri til að horfa fram á veginn af nokkurri bjartsýni," sagði Helgi Magnússon í ræðu sinni.

Ræðuna í heild má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK